Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu í gær­kvöldi um ölvaðan mann í mið­borg Reykja­víkur sem lá á dyra­bjöllu í­búðar­húss. Lög­reglu­menn fóru á vett­vang og fundu þar mann sem reyndist vera mjög ölvaður og illa áttaður.

Í skeyti frá lög­reglu nú í morguns­árið kemur fram að maðurinn hafi verið að leita að vini sínum en hafði farið húsa­villt. Lög­regla hjálpaði manninum að finna út úr því hvar vinur hans átti heima og fylgdi honum að réttu húsi þar sem tekið var á móti honum.

Verk­efni lög­reglu í gær­kvöldi og í nótt voru annars með hefð­bundnu sniði. Tveir öku­menn voru staðnir að hrað­akstri, annar á Reykja­nes­braut en hinn á Kringlu­mýrar­braut. Mældust öku­tæki þeirra á 135 og 131 kíló­metra hraða á svæði þar sem há­marks­hraði er 80 kíló­metrar á klukku­stund.

Þá óskaði starfs­maður hótels í mið­borginni eftir að­stoð lög­reglu vegna tveggja aðila sem neituðu að yfir­gefa hótelið. Lög­regla kom á staðinn og vísaði fólkinu á brott.