Örygg­is­sveit bras­il­ískr­a yf­ir­vald­a hef­ur náð aft­ur vald­i á þing­hús­in­u í höf­uð­borg lands­ins, Bras­il­í­u, en stuðn­ings­menn fyrr­ver­and­i for­set­a lands­ins, Jair Bol­son­ar­o, rudd­ust inn í þing­hús­ið í gær­kvöld­i og tóku yfir það.

Lög­regl­a skaut tár­a­gas­i á mót­mæl­end­ur og hand­tók hundr­uð mót­mæl­end­a. Bol­son­ar­o tap­að­i í for­set­a­kosn­ing­um fyr­ir vinstr­i­mann­in­um Luiz I­nác­i­o Lula da Silv­a í okt­ó­ber en Silv­a tók við em­bætt­i um ár­a­mót­in. Bol­son­ar­o for­dæmd­i að­gerð­ir stuðn­ings­mann­a sinn­a á Twitt­er í gær­kvöld­i en þau hafa neit­að að við­ur­kenn­a tap hans í kosn­ing­un­um og hafa kall­að eft­ir því að her­inn bregð­ist við og að Lula segi af sér.

Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar.
Fréttablaðið/EPA

Segist ætla að refsa óeirðarseggjum

Lula var sjálf­ur í op­in­berr­i heim­sókn í Sao Pa­ol­o þeg­ar á­rás­in átti sér stað en kom til Bras­il­í­u í morg­un til að meta skemmd­irn­ar.

Auk þess að ráð­ast inn í þing­hús­ið réð­ust stuðn­ings­menn Bol­son­ar­o einn­ig inn í aðr­ar rík­is­stofn­an­ir og höll for­set­ans. Lulu kall­að­i ó­eirð­ar­segg­in­a „fan­at­ísk­a fas­ist­a“ og lof­að­i að refs­a þeim.

Fjöldi erlendra ráðamanna hafa fordæmt árásirnar. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði ofbeldið ótrúlegt og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretland, sagði árásina árás á lýðræðið. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir tók í sama streng í yfirlýsingu sinni um málið í gær.