Öryggissveit brasilískra yfirvalda hefur náð aftur valdi á þinghúsinu í höfuðborg landsins, Brasilíu, en stuðningsmenn fyrrverandi forseta landsins, Jair Bolsonaro, ruddust inn í þinghúsið í gærkvöldi og tóku yfir það.
Lögregla skaut táragasi á mótmælendur og handtók hundruð mótmælenda. Bolsonaro tapaði í forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luiz Inácio Lula da Silva í október en Silva tók við embætti um áramótin. Bolsonaro fordæmdi aðgerðir stuðningsmanna sinna á Twitter í gærkvöldi en þau hafa neitað að viðurkenna tap hans í kosningunum og hafa kallað eftir því að herinn bregðist við og að Lula segi af sér.
Destruction within the Planalto Palace in Brazil. pic.twitter.com/MjkFgAszik
— Oregon Veteran/Zaliukas_Gungnir (@SteveShallenbe1) January 8, 2023

The Bolsonaristas have now invaded the floor of the Federal Senate, and the Supreme Court. And The Bolsonarista insurrectionists are just ransacking the Supreme Court. January 8th 2023 a day now never to be forgotten by Brazil. pic.twitter.com/7tTX0Av0pG
— Dr. Jennifer Cassidy (@OxfordDiplomat) January 8, 2023
Segist ætla að refsa óeirðarseggjum
Lula var sjálfur í opinberri heimsókn í Sao Paolo þegar árásin átti sér stað en kom til Brasilíu í morgun til að meta skemmdirnar.
Auk þess að ráðast inn í þinghúsið réðust stuðningsmenn Bolsonaro einnig inn í aðrar ríkisstofnanir og höll forsetans. Lulu kallaði óeirðarseggina „fanatíska fasista“ og lofaði að refsa þeim.
Estive agora à noite no Palácio do Planalto e no STF. Os golpistas que promoveram a destruição do patrimônio público em Brasília estão sendo identificados e serão punidos. Amanhã retomamos os trabalhos no Palácio do Planalto. Democracia sempre. Boa noite.
— Lula (@LulaOficial) January 9, 2023
📸: @ricardostuckert pic.twitter.com/qkyVZHQQdz
Fjöldi erlendra ráðamanna hafa fordæmt árásirnar. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði ofbeldið ótrúlegt og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretland, sagði árásina árás á lýðræðið. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir tók í sama streng í yfirlýsingu sinni um málið í gær.
Once again we witness an attack on democracy and a denial of the results of democratic elections. The events in Brazil are a stark reminder that we cannot take democracy for granted and that the global community must stand together in upholding democratic principles.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) January 8, 2023
I condemn any attempt to undermine the peaceful transfer of power and the democratic will of the people of Brazil.
— Rishi Sunak (@RishiSunak) January 9, 2023
President @LulaOficial and his government has the United Kingdom’s full support, and I look forward to building on our countries’ close ties in the years ahead.
A vontade do povo brasileiro e as instituições democráticas devem ser respeitadas! O Presidente @LulaOficial pode contar com o apoio incondicional da França.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) January 8, 2023