Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir enn eftir Elvis Val­ca, 27 ára gömlum karl­manni sem fyrst var lýst eftir síðast­liðinn fimmtu­dag.

Að sögn lög­reglu hefur þeim ekki tekist að ná sam­bandi við Elvis en lög­reglan vill ekki gefa upp á­stæður fyrir því að lýst var eftir honum.

Þeir sem geta veitt upp­lýsingar um ferðir Elvis, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 112.

Upp­lýsingum má jafn­framt koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abending@lrh.is