Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók tvo ein­stak­linga í austur­borginni í há­deginu í dag. Í skeyti sem lög­regla sendi frá sér kemur fram að ein­staklingarnir séu grunaðir um fjár­svik.

Þá áttu þeir að vera í sótt­kví, að sögn lög­reglu. Frekari upp­lýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lög­reglu, en þess má geta að brot gegn reglum um sótt­kví getur varðað allt að 250 þúsund króna sekt, allt eftir al­var­leika brots.

Þá segir í skeyti lög­reglu að fimm þjófnaðar­mál hafi komið upp í dag. Loks var til­kynnt um mann sem var að ó­náða sam­borgara sína í austur­borginni. Maðurinn var farinn á brott þegar lög­regla kom á vett­vang.