Lög­reglan segir að rann­sókn þeirra á máli mannanna sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráð um hryðju­verk sé í fullum gangi. Karl Steinar Vals­son hjá al­þjóða­deild ríkis­lög­reglu­stjóra segir í við­tali við Vísi að rann­sókn málsins sé í fullum gangi og að lítið sé hægt að upp­lýsa um gagn hennar. Þá vísar hann einnig til þess hve skamman tíma lög­regla hefur mennina í varð­haldi en annar þeirra var aðeins úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Lögreglan óskaði eftir tveim vikum en fékk það ekki fyrir báða mennina.

Í há­degis­fréttum RÚV kom fram að lög­regla sé enn sann­færð um að hryðju­verka­ógnin, sem þeim tókst að af­stýra, hafi verið al­var­leg. Þar kom einnig fram að lög­regla hafi farið í hús­leitir vegna málsins og hefði síðustu daga yfir­heyrt nokkurn fjölda vegna málsins.

Einn mannanna sem grunaður er um að hafa hryðju­verka­á­rás á Ís­landi í skipu­lagningu og er grunaður um um­fangs­mikla vopna­fram­leiðslu slasaðist í að­gerðum lög­reglunnar þegar hann var 12 ára. Það kom fram á vef Vísis í dag.

Fram kom í fréttum í gær að maðurinn sem um ræðir hafi losnað úr gæsluvarðhaldi stuttu áður en hann var svo handtekinn að nýju.