Mikill við­búnaður var í Norð­linga­holti í dag þegar lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af manni við Lækjar­vað um þrjú leytið. Kallaðir voru út að minnsta kosti þrír merktir lög­reglu­bílar, jeppi frá sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra og sjúkra­flutninga­menn. Lög­reglunni hafði borist á­bending um vopnaðan mann sem reyndist svo ekki á rökum reist.

„Þetta er búið og þetta snýst í rauninni bara um veikindi. Það eru and­leg veikindi sem eru rótin að þessu. Þess vegna þarf að grípa til á­kveðinna að­gerða, við vitum náttúr­lega aldrei hvort að til­kynning er ná­kvæm­lega eins og við fáum hana,“ segir Elín Agnes Kristínar­dóttir, stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á Vín­lands­leið.

Maðurinn reyndist vera and­lega veikur og var fluttur á spítala þar sem hann mun njóta við­eig­andi úr­ræða. Elín segir málið hafa verið leyst far­sæl­lega og sam­kvæmt frétta­til­kynningu lög­reglunnar slasaðist enginn við að­gerðirnar.