Lög­regla fjar­lægði ein­stak­ling af vett­vangi sumar­húss sem kviknaði í nú síð­degis ná­lægt Lyng­hóls­vegi og Nesja­valla­vegi fyrir utan Reykja­vík. Að sögn sjónar­vottar sem RÚVræddi við virtist manneskjan vera hand­járnum.

Ekki hefur enn tekist að slökkva eldinn en sumar­húsið varð al­elda mjög fljótt og ó­nýtt. Slökkvi­liðs­menn frá tveimur stöðvum slökkvi­liðsins hafa glímt við eldinn frá því á fimmta tímanum og gert er ráð fyrir að slökkvi­starf muni halda á­fram eitt­hvað fram á kvöld. Það sem hefur einna helst flækt slökkvi­störf er hversu langt langt er í vatn sem hægt er að nota í ná­grenni hússins. Tank­bíll og dælu­bíll hafa því verið notaðir til að sækja vatn til slökkvi­starfsins.

Sjónar­vottur sem frétta­stofa RÚV ræddi við sagði að fyrst hefði reyk lagt upp af sumar­bú­staðnum en síðar hefði orðið sprenging inni í honum.

Lög­regla sást fjar­lægja einn ein­stak­ling af vett­vangi og virtist við­komandi vera í hand­járnum þegar hann var settur inn í lög­reglu­bíl. Ekki hefur náðst í lög­reglu við vinnslu fréttarinnar.