Lög­reglan í Vest­manna­eyjum biðlar til íbúa bæjarins að taka veður­spánni al­var­lega og tryggja lausa­muni utan­dyra eins og kostur er, með til­liti til þess hvað getur farið af stað í ó­veðrinu. Búist er við að vind­hraði verði allt að 37 metrar á sekúndu og gert er ráð fyrir að vind­hviður verði mun hraðari.

Ó­vissu­stigi al­manna­varna hefur verið lýst yfir á öllu landinu og eru al­manna­varnir í við­bragðs­stöðu. „Bæjar­búar, eig­endur fyrir­tækja og allir sem staddir eru í Vest­manna­eyjum eru beðnir um að taka þessa veður­spá al­var­lega, Þá er því beint til fólks að vera ekki ferðinni á meðan versta veðrið gengur yfir,“ segir í færslu lög­reglu á Face­book.

Veðrið oft á undan spánni

Appel­sínu­gul við­vörun er í gildi frá klukkan fimm í nótt og breytist í gula við­vörun klukkan eitt. „Reynsla okkar hefur þó kennt okkur að við fáum veðrið oft að­eins á undan því sem spáin segir.“

Gert er ráð fyrir víð­tækum sam­­­­göngu­truflunum og ekkert ferða­veður er á meðan við­varanir eru í gildi. Öllu innan­lands­flugi hefur verið af­lýst og gert er ráð fyrir að skóla­starf raskist. Veður­­­stofan hvetur fólk til að sýna var­kárni og fylgjast grannt með veður­­­spám.