Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ rétt fyrir hádegi í dag.

Tilkynning um málið barst klukkan 11:49 og voru tveir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar.

Svo virðist vera sem myndir af slysinu hafi gengið á samfélagsmiðlum og segir lögregla af því tilefni í skeyti á Facebook: „Að gefnu tilefni vill lögregla biðja fólk um að sýna tillitsemi með að vera ekki að birta myndir frá slysstað á samfélagsmiðlum.“

Frekari upplýsingar um líðan þeirra sem fluttir voru á slysadeild koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Klukkan 11:49 barst lögreglu tilkynning um að ekið hafði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ. Tveir aðilar voru...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 7. janúar 2021