Lög­reglan á lands­vísu fékk alls 2.374 til­kynningar um heimilis­of­beldi og á­greining á milli skyldra eða tengdra ein­stak­linga árið 2022. Um er að ræða tæp­lega 12% aukningu saman­borið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi til­kynninga aldrei verið meiri.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkis­lög­reglu­stjóra sem birt hefur verið á vef lög­reglunnar.

Beiðnir um nálgunar­bann voru 118, eða svipaðar að fjölda og síðast­liðin 3 ár á undan. Al­var­legustu heimilis­of­beldis­málin, þar sem lífi og heilsu á­rásar­þola var ógnað endur­tekið eða á al­var­legan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár.

„Heimilis­of­beldi er skil­greint sem of­beldi sem ein­stak­lingur verður fyrir af hendi ná­komins, þ.e. á­rása­r­aðili og á­rásar­þoli eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl og eru til­vikin ekki bundin við heimili fólks. Út­köll lög­reglu þar sem ekki er grunur um brot eru skráð sem á­greiningur á milli skyldra og tengdra. Mikil­vægt þykir að skrá bæði á­greining og heimilis­of­beldi til að fá heild­stæða mynd af til­vikum og hvort til­vik leiði til í­trekaðra og al­var­legri at­vika,“ segir á vef lög­reglu.

Í skýrslunni kemur fram að þegar ein­göngu er litið til heimilis­of­beldis­mála, að er til­vika þar sem grunur er um brot á borð við líkams­á­rásir, hótanir eða eigna­spjöll, þá voru til­vikin 1.086, eða 3% fleiri en árið 2020 í miðjum heims­far­aldri. Til­kynningar um á­greining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23% fleiri en árið 2021.

Í 78% til­vika heimilis­of­beldis var á­rása­r­aðili karl og í 67% til­vika var brota­þoli kona. Þegar horft er til til­vika heimilis­of­beldis þegar um er að ræða of­beldi milli maka eða fyrrum maka eru 80% á­rása­r­aðila karlar og 77% brota­þola eru konur.

Um 2/3 málanna eru gegn maka eða fyrr­verandi maka og um fimmtungur varðar for­eldra og börn, ó­tengd aldri barns.

Skýrsluna má finna hér.