Lög­reglan á Suður­nesjum fékk á­huga­verða beiðni á dögunum þegar sjö ára grunn­skóla­börn við Stapa­skóla óskuðu eftir hjálp við að leysa ráð­gátu um bein sem þau fundu í fjöru­ferð.

Að því er kemur fram í færslu lög­reglunnar á Face­book voru börnin hand­viss um beinin „séu ekki úr fiski“ og óskuðu því eftir að­stoð lög­reglu­manna.

„Krökkunum langar mikið að leysa þessa ráð­gátu og eru þau nú þegar búin að leggja smá rann­sóknar­vinnu í málið og eru þau með nokkrar kenningar um til­komu þessa beins, mis­spennandi að sjálf­sögðu,“ segir í færslu lög­reglunnar.

„Við erum komin með málið í vinnslu og reynum eftir fremsta megni að að­stoða þessa verðandi rann­sóknar­lög­reglu­menn.“

Fengum beiðni frá 7 ára krökkum í Stapaskóla við að leysa ráðgátu. En þau fóru í fjöruferð um daginn og fundu bein sem...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Thursday, October 15, 2020