Gríðar­legt álag er á lög­mönnum sem eru með mál í á­frýjun í Lands­rétti vegna á­taks í að vinna upp mála­hala sem safnast hefur upp í réttinum.

„Mér sýnist vera þokka­legur gangur í Lands­rétti hvað þetta varðar en því fylgir auð­vitað aukið álag fyrir okkur lög­mennina. Við höfum séð það að undan­förnu að boðunar­frestur aðal­með­ferða er orðinn mjög skammur. Það veldur vand­kvæðum hjá okkur því við ráðum ekki tíma­setningum á dag­setningum aðal­með­ferða heldur verðum við að skipu­leggja okkur í kringum þær,“ segir Sigurður Örn Hilmars­son, for­maður Lög­manna­fé­lagsins.

Flytja fimm mál í mánuði

Lög­menn sem Frétta­blaðið hefur rætt við segja að þeir fái um þriggja vikna fyrir­vara fyrir aðal­með­ferð og þá eru dæmi um að lög­menn flytji fimm mál eða fleiri í einum mánuði. Áður fyrr þegar á­frýjað var til Hæsta­réttar var fyrir­varinn oftast um tveir mánuðir.

Á­frýjuð mál tóku að safnast upp í Lands­rétti stuttu eftir stofnun réttarins, þegar dómara vantaði í réttinn eftir að þrír af fimm­tán dómurum fóru í leyfi vegna Lands­réttar­málsins. Einnig hafa að­gerðir vegna heims­far­aldursins tafið máls­með­ferð.

Þá bendir Sigurður einnig á að það taki allt­of langan tíma að gera dóms­gerðir í héraðs­dómi í saka­málum en eftir að saka­máli er á­frýjað þarf að taka öll máls­gögnin saman í svo­kallaða dóms­gerð sem svo er unnið á­grip úr. „Þetta hefur tekið allt­of langan tíma í gegnum tíðina. Tekið alveg frá sex upp í níu mánuði,“ segir Sigurður.

Her­vör Lilja Þor­valds­dóttir, for­seti Lands­réttar, tekur undir með Sigurði um á­lagið en segir dóminn halda í við þau mál sem koma inn.

Þessi mikli mála­hali getur einnig þýtt að loka­dómur í saka­málum sé kveðinn upp fjórum til fimm árum eftir út­gáfu á­kæru.

„Það skiptir gríðar­legu máli að þetta gangi í senn hratt og örugg­lega fyrir sig. Það á jafnt við um einka­mál en ekki síður um saka­mál út af því að það er refsing í sjálfu sér að sitja á saka­manna­bekk. Tíminn getur verið óra­langur. Bæði þarf að rann­saka málið og svo er það flutt í héraði og svo tekur kannski lengri tíma fyrir Lands­rétt ofan á. Það var orðið ó­boð­legt,“ segir Sigurður og í­trekar að þessi töf sé vond bæði fyrir sak­borning og brota­þola.

„Það er öllum mjög þung­bært að þurfa að lifa í svona ó­vissu. Þetta var orðið þannig í Lands­rétti að það var verið að lækka refsingar vegna þess tíma sem málið hafði tekið og býsna oft. Þar er verið að taka til­lit til þess að það hefur verið sak­borningnum mjög þung­bært að vera í ó­vissu um sína fram­tíð en að sama skapi getur brota­þoli upp­lifað ein­hverja ó­sann­girni vegna þess að refsing sak­bornings er minni sökum dráttar rann­sóknar lög­reglu eða dóm­stólsins.“

Her­vör segir að saka­mál með margra ára gömlum á­kærum séu að mestu af­greidd núna og það séu ekki mörg gömul á­kæru­mál sem bíða enn í Lands­rétti.

Spurður um hvort þetta sé ekki að leysast núna, segir Sigurður of snemmt að segja til um það. „Þau mál sem verið er að flytja núna, það eru kannski 13 upp í 18 mánuðir frá því þeim var á­frýjað. Þannig að vonandi tekst mönnum vel að vinna niður þennan hala en við erum ekki komin í skjól með þetta,“ segir Sigurður.

Lög­manna­fé­lagið fundaði með Dóm­stóla­sýslunni í gær um á­lagið í réttinum og segir Sigurður að fundurinn hafi gengið vel en fé­lagið hefur einnig viðrað þessar á­hyggjur á sam­ráðs­fundum með Lands­rétti í gegnum tíðina.

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir tafir á málsmeðferð mjög slæma fyrir dómþola.
Fréttablaðið/Ernir

Biðin gríðar­lega í­þyngjandi

Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu - fé­lags fanga, segir það geta haft afar slæm á­hrif fyrir dóm­þola í saka­málum að bíða árum saman eftir úr­lausn sinna mála.

„Það getur verið gríðar­lega í­þyngjandi fyrir dóm­þola að bíða eftir því að hefja af­plánun og sá tími bætist að sjálf­sögðu við refsinguna sem við­komandi hlaut fyrir dómi,“ segir Guð­mundur.
„Dæmi eru um dóm­þola sem hafa náð sér á strik í lífinu á nýjan leik á meðan þeir biðu af­plánunar en að­stæður í fangelsinu voru með þeim hætti að þeir féllu í gamla far­veginn. En þessi tími getur einnig verið nokkurs konar tóma­rúm þar sem dóm­þoli getur ekki skuld­bundið sig á nokkurn hátt og mælir hrein­lega göturnar vegna þessa,“ segir Guð­mundur og bætir við að Af­staða hafi séð allar mögu­legar út­gáfur af hörmungum sem fylgja löngum bið­tíma en reyni eftir fremsta megni að að­stoða dóm­þola eins og hægt er.

„Í ár höfum við sinnt á þriðja þúsund erinda frá dóm­þolum, föngum og fjöl­skyldum þeirra,“ segir Guð­mundur.