Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma Osayomore, hælisleitandans frá Nígeríu, segir að það muni aldrei taka kærunefnd útlendingamála minna en tvær vikur að afgreiða beiðni um endurupptöku máls hans.

Endurupptökubeiðni var send til Útlendingastofnunar í gær en áhrifum réttaráhrifa var synjað sem þýðir að lögregla getur hvenær sem er náð i Uhuoma sem er 21 árs og sent hann úr landi. Lögreglan hefur haft samband við hann og er því augljóslega að vinna í brottvísun, segir Magnús.

Hann segist þó eiga von á því að máli verði endurupptekið og Uhunoma ekki sendur burt í þessari viku það minnsta. Magnús hefur sagt að Útlendingastofnun og kærunefndin hafi litið fram hjá því að Uhonoma hafi verið fórnarlamb mansals, bæði í heimalandinu og á leiðinni til Íslands.

Samtöðufundur hefur verið boðaður á Arnahóli Kl.16.15 í dag þar sem því er mótmælt að senda Uhunoma Osayomore í burtu. Hann eigi heimili hér og vini og hafi boðist atvinna. Hér má sjá slóð á undirskriftarlista sama efnis þar sem stefnt er að 35 þúsund undirskriftum. Uppúr hálf fjögur voru undirskriftirnar komnar nálægt því eða í tæplega 33 þúsund.