Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Donald Trump, sést fitla við sig í nýjustu Borat-myndinni í faldri myndavél.

Myndin er væntanleg á næstu dögum og er framhald af myndinni Borat þar sem Sacha Baron Cohen leikur aðalhlutverkið.

Í myndinni taka faldar myndavélar það upp þegar Giulani fer inn á hótelherbergi með konu sem er í hlutverki fréttakonu.

Þegar konan fer að afklæðast virðist Giulani leggjast og um leið fitla við kynfæri sín.

Sjálfur hefur hann haft orð á því í útvarpsviðtali að hann hafi verið að aftengja míkrafón og gyrða sig um leið.

Stuttu seinna hljóp Sacha Baron í gervi Borat inn í herbergið og stöðvar athæfi þeirra.

Hann kallaði um leið á Giulani að stúlkan sem hann sé með inn á herberginu sé aðeins fimmtán ára.