„Kannski leyfir andrúmsloft rétttrúnaðarins, sem sérstaklega er hafður í hávegum hjá ríkisútvarpinu, ekki að „þrír miðaldra karlmenn“, og að auki þjóðþekktir og í góðum álnum, geti verið hinir raunverulegu þolendur upploginna saka,“ skrifar Steinbergur Finnbogason lögmaður í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu á morgun.

Steinbergur segir freistnivanda hafa skapast við það að sönnunarbyrði réttarríkisins hafi verið aftengd. Ekki þurfi meira en prívat fésbókarsíðu til að birta ákæru fyrir dómstóli götunnar sem á augabragði úrskurði um sekt og sjái að auki um refsinguna.

Steinbergur lýsir furðu sinni á því að á þessum upplýstu tímum skuli dómstóll götunnar hafa ákveðið að þolendum skuli einfaldlega alltaf trúað og meintum gerendum aldrei.

Grein Steinbergs má lesa í heild í Fréttablaðinu á morgun, föstudag.