Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, vill mynda ríkis­stjórn eftir Reykja­víkur­módelinu og segir sterkar líkur á að það takist miðað við nú­verandi skoðana­kannanir. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Loga á flokk­stjórnar­fundi flokksins í dag.

Þar sagði Logi nú­verandi ríkis­stjórn bjóða upp á hroll­vekjandi fram­tíðar­sýn í fjár­mála­á­ætlun sinni til næstu ára. Hann segir að í stað þess að bæta al­manna­þjónustu og fjár­festa í fólki eiga að vera með niður­skurðar­hnífinn á lofti.

„Það kann vel að vera að þetta ó­venju­lega stjórnar­mynstur í­halds­flokka hafi hentað til að koma á pólitískum stöðug­leika eftir skandala fyrri stjórna, en þessir flokkar munu ekki finna sam­hljóminn til að ráða við þau risa­stóru verk­efni sem eru fram­undan. Mála­miðlanir sem ó­sam­stiga ríkis­stjórn þarf að gera við hvert fót­mál er ekki svarið við nú­verandi á­standi.“

Formaður flokksins ávarpaði flokkstjórnina á fjöldafundi í dag.
Aðsend/Hari

Logi segir að því þurfi að greiða veginn fyrir nýrri ríkis­stjórn sem væri ó­hrædd við nýja fram­tíð og opin fyrir því að nýta skapandi lausnir.

„Sem betur fer sjáum við í könnunum mögu­leika á þess konar stjórn. Stjórn sem Sam­fylkingin getur haft for­göngu um að mynda. Það má kalla það Reykja­víkur­módelið, R-lista kon­septið eða Græna fé­lags­hyggju­stjórn.“

Lagði hann á­herslu á að Sam­fylkingin væri eini flokkurinn á þingi sem stað­fastur er í bar­áttunni fyrir evru og minnti á að góður gangur í bólu­setningum væri ekki síst Evrópu­sam­bandinu að þakka. Sam­fylkingin vilji kveikja í Evrópu­hug­sjóninni að nýju með því að gefa þjóðinni val um fram­hald aðildar­við­ræðna.

Segir Logi að Sam­fylkingin vilji nýja stjórnar­skrá með skýru auð­linda­á­kvæði. Það sé vegna þess að vaxandi munur sé á kjörum fólks. Hann segir muninn meðal annars drifinn á­fram af ó­rétt­látu fisk­veiði­stjórnunar­kerfi sem færi fáum ein­stak­lingum nýtingu á gjöfulum auð­lindum langt inn í fram­tíðina, milli kyn­slóða án þess að þjóðin fái sann­gjarnan skerf af eign sinni.