Tón­listar­maðurinn Logi Pedro Stefáns­son gagn­rýnir frétta­flutning Morgun­blaðsins og Við­skipta­blaðsins og vænir báða miðlana um kyn­þátta­for­dóma í færslu á Face­book-síðu sinni í dag.

„Megi það liggja fyrir að hvít­þvottur Moggans og Við­skipta­blaðsins á kerfis­lægum ras­isma í Banda­ríkjunum sé árás á svart fólk alls staðar að í heiminum og kýr­skýrt dæmi um ras­isma og gaslighting,“ skrifar Logi. „Stað­reyndirnar liggja fyrir, og það þarf á­setning til að hunsa þær.“

Það séu ís­lenskir pennar með há­væra rödd í sam­fé­laginu sem geri lítið úr þeirri hel­för sem hefur átt sér stað í vest­rænu sam­fé­lagi svo öldum skipti. „Pennar sem fljúga niður í suðrið um jólin, gista í víg­girtum gated communities og neita að horfast í augu við eigin for­dóma.“

Geri lítið úr morðum á svörtu fólki

Ætla má að gagn­rýni Loga beinist að hluta til að lýsingu blaðamanns mbl.is á svörtum manni sem voru svohljóðandi; „Fyr­ir utan að vera lög­fræðing­ur og pró­fess­or er Hackett kol­svart­ur á lit­inn, blökkumaður eða afr­ík­ansk­ur am­eríkani, eins og hans kyn­stofn heit­ir form­lega í Banda­ríkj­um." Gagnrýnin gæti einnig beinst gegn Stak­steinum sem birtust í Morgun­blaðinu í dag þar sem fjallað er um þann mikla fjölda svarts fólks sem hefur látist á árinu án þess að því hafi verið mót­mælt.

„Eldur hefur ekki verið borinn að verslunum, veitinga­stöðum eða í­búðum fólks af þessu til­efni. Enda eru í­búar borgarinnar [Chi­cago] svo lán­samir að góðir demó­kratar hafa lengi farið með stjórn borgarinnar, sem ber titilinn morða­borg Banda­ríkjanna,“ er skrifað í Stak­steinum dagsins.

„Það er því lík­legt að þessi morð hafi ekki endi­lega orðið í ó­göfugum til­gangi né þau önnur morð með skot­vopnum. Engin mót­mæli hafa orðið í er­lendum borgum vegna þessa. Allt farið fram hjá Austur­velli.“ Í kjöl­far þessara skrifa kemur fram að þetta hljóti á ein­hvern hátt að vera Donald Trump að kenna og er spurt með vott að kald­hæðni hvort ein­hver geti ekki stöðvað manninn.

„Ég hvet alla sam­landa mína til að slá á með­virknina sína með þessum skrifum og fara að flokka þessi blöð sem rasískan rusl­póst,“ segir Logi og hefur þegar hlotið mikinn með­byr með gagn­rýni sínum.