Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber 2021 var sam­hljóða sam­þykktur á fundi kjör­dæmis­ráðs Sam­fylkingarinnar í kvöld.

Logi Einars­son for­maður Sam­fylkingarinnar, þing­maður og arki­tekt leiðir listann, annað sætið skipar Hilda Jana Gísla­dóttir bæjar­full­trúi í Akur­eyrar­bæ, for­maður SSNE og fyrr­verandi sjón­varps­stjóri N4. Í þriðja sæti er Ey­dís Ás­björns­dóttir for­seti bæjar­stjórnar í Fjarða­byggð og fram­halds­skóla­kennari, fjórða sæti skipar svo Kjartan Páll Þórarins­son í­þrótta- og tóm­stunda­full­trúi í Norður­þingi.

„Ég er stoltur af því að leiða á­fram lista Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi. Allir fram­bjóð­endur Sam­fylkingarinnar í kjör­dæminu eru gríðar­lega öflugir, en það sem ein­kennir efstu fjögur sætin á listanum er ekki síst öflugur bak­grunnur í sveitar­stjórnum,” er haft eftir Loga Einars­syni í frétta­til­kynningu flokksins.

„Ég er þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt og ég hlakka til kosninga­bar­áttunnar sem fram­undan er. Ég brenn fyrir jöfnuði, þá ekki síst byggða­jöfnuði, enda tel ég að við sem sam­fé­lag eigum mikið undir því að skapa hverjum ein­stak­lingi skil­yrði til þess að vaxa og dafna á eigin for­sendum í landi sem bæði hefur upp á að bjóða sterka höfuð­borg og öflugar lands­byggðir,“ segir Hilda Jana Gísla­dóttir í sömu til­kynningu.

Fram­boðs­listi Sam­fylkingarinnar í Norð­austur­kjör­dæmi

 1. Logi Einarsson, Akureyri- Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
 2. Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri- Bæjarfulltrúi og formaður SSNE
 3. Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði- Framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
 4. Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík- Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 5. Margrét Benediktsdóttir, Akureyri- Háskólanemi
 6. Sigurður Vopni Vatnsdal, Vopnafirði- Deildarstjóri á leikskóla
 7. Ísak Már Jóhannesson, Akureyri- Umhverfisfræðingur
 8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað- Skólameistari
 9. Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði- Byggingameistari
 10. Guðrún Einarsdóttir, Húsavík- Hjúkrunarfræðinemi
 11. Jóhannes Óli Sveinsson, Akureyri- Framhaldsskólanemi
 12. Nanna Árnadóttir, Ólafsfirði- Félagsliði á öldrunarheimili
 13. Baldur Pálsson, Egilsstöðum- Austurlandsgoði
 14. María Hjálmarsdóttir, Eskifirði- Verkefnisstjóri
 15. Sigríður Huld Jónsdóttir, Akureyri- Skólameistari
 16. Magni Þór Harðarson, Eskifirði- Ráðgjafi
 17. Björgvin Valur Guðmundsson, Stöðvarfirði- Leiðbeinandi í grunnskóla
 18. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Akureyri- Alþingismaður
 19. Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík- F.v. alþingismaður og bæjarstjóri

20. Kristján L. Möller, Siglufirði- F.v. alþingismaður og ráðherra