Logi Einars­son fór nokkuð hörðum orðum um ríkis­stjórnina í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra í kvöld og gagn­rýndi meðal annars fjár­laga­frum­varpið og boðaðar að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í loft­lags­málum. Hann sagði ríkis­stjórnina bæði ó­sam­stíga og hug­mynda­snauða.

Logi hóf ræðu sína með því að gagn­rýna orð Katrínar um að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í þágu ó­jöfnuðar. „Hæst­virtur for­sætis­ráð­herra vék ör­fáum orðum að að­gerðum ríkis­stjórnarinnar í þágu jöfnuðar en ó­þarf­lega fáum í hitt: Hversu eitrandi á­hrif vaxandi eigna­ó­jöfnuður hefur á sam­fé­lög.“

Logi líkti ís­lensku sam­fé­lagi við í­búðar­blokk. „Við getum kallað blokkina þjóðar­heimilið. Allt klippt og skorið á yfir­borðinu - gott að meðal­tali - en þegar betur er að gáð blasir við heil­mikið ó­rétt­læti,“ sagði Logi.

5 prósentin sem eigi jafn­mikið og 95 prósentin signi lygnan sjó

„Í stað þess að láta ofs­a­ríkt fólk leggja meira af mörkum er gerð að­halds­krafa á vel­ferðar­þjónustuna sem er látin bera uppi niður­sveiflu í kólnandi hag­kerfi. Tekju­lægra fólk sem ekki naut upp­gangs síðustu ára gæti lent í meiri erfið­leikum - en þau 5% prósent lands­manna sem eiga jafn­mikið og hin 95% prósentin sigla lygnari sjó.“

Logi lagði á­herslu á að ríkis­stjórnin hefði ekki boðað neinar grund­vallar­að­gerðir sem muni breyta nú­verandi stðu. „Efna­hags­stjórnin er á for­sendum Sjálf­stæðis­flokksins og það mun ekki færa okkur nær vel­sældar­mark­miðunum sem hæst­virtur for­sætis­ráð­herra talaði um hér áðan.“

Gagn­rýndi að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í loft­lags­málum

„Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri á­stæða til sam­vinnu, veður uppi mál­flutningur þar sem stað­reyndum er afneitað, grafið undan mann­réttindum, ala á ótta og tor­tryggni, kynda undir ó­sætti. Einnig í okkar heims­hluta - líka á Ís­landi,“ sagði Logi.

„Samt treystir ríkis­stjórnin sér ekki til að ráðast í að­gerðir í loft­lags­málum sem upp­fylla al­þjóð­legar skuld­bindingar okkar. Og í stað þess að boða nánari sam­vinnu við Evrópu­ríki - sem leiða að­gerðir í loftlagsmálum - eygja þau frekar tæki­færi í sam­starfi við stór­veldi, með leið­toga, sem sjá skamm­tíma á­vinning í glund­roða.“

Ríkis­stjórnin hug­mynda­snauð

Þá lagði Logi á­herslu á að örar tækni­breytingar gætu haft í för með sér nei­kvæðar af­leiðingar verði ekki brugðist rétt við, auðurinn til að mynda þjappast á örfáar hendur og tekjur ríkisins minnkað. „Aug­ljósustu við­brögð við þessu, er að gera grund­vallar­breytingar á skatt­kerfinu í þágu jöfnuðar, stór­auka fjár­festingu í menntun og hug­viti á­samt stuðningi við ný­sköpunar­fyrir­tæki. Nýtt fjár­laga­frum­varp sýnir að ríkis­stjórnin hefur ekki fram­sýni til þess. Fram­lög til mennta­mála lækka meira að segja.“

Umræðan um orkupakkann hefði öskrað á að vilji þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu væri virtur. Minnti Logi Katrínu á að hún væri í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur flokkum sem barist hefðu gegn breytingar á stjórnarskránni. Ósennilegt væri að skoðanir þeirra hefðu breyst.

Logi gagn­rýndi að lokum ríkis­stjórnina fyrir að vera hug­mynda­snauð og ó­sam­stíga. „Kæru lands­menn, okkar bíða ó­venju flókin við­fangs­efni en stundum er þó sagt að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnustu að­stæðurnar. Ó­sam­stíga og hug­mynda­snauð ríkis­stjórn - sem er hvorki sam­mála um leiðir eða mark­mið – mun ekki bjóða upp á slíkar lausnir.