Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, hefur tjáð sig um mál Guð­mundar Inga Þór­odds­sonar, sem til­kynnt var seint í gær­kvöldi, að hann fengi ekki að bjóða sig fram í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar fyrir borgar­stjórnar­kosningarnar í vor.

Tilkynningin hefur vakið upp mikla umræðu á Samfélagsmiðlum og óneitanlega sett svip sinn á prófkjörið sem hófst klukkan átta í morgun.

Formaðurinn leggur orð í belg í lokuðum Facebookhópi flokksfélaga. Hann segir málið erfitt enda hafi ekki tíðkast að biðja fram­bjóð­endur um saka­vott­orð.

„En það kemur skýrt fram í á­liti úr­skurðar­nefndar að ekki einungis var kjör­stjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjör­gengi, eftir að fyrir­spurn barst. Í kjöl­farið mat hún að það væri ekki til staðar,“ segir Logi.

„Ég dáist að bar­áttu Guð­mundar Inga, meðal annars í fanga­málum og er þakk­látur honum fyrir yfir­veguð við­brögð“

Hann segir eðli­legt að skiptar skoðanir séu á þessum nýju tíðindum í að­draganda próf­kjörsins. Hins vegar þurfi að hafa í huga að flokkurinn setji sér lög, auk þess sem Sam­fylkingunni beri að lúta lands­lögum.

„Við kjósum okkur okkur alls­kyns stjórnir, trúnaðar­nefndir, úr­skurðar­nefndir og fleira til að tryggja að hlutirnir gangi rétt fyrir sig. Allt það fólk sem þar situr, oftast í sjálf­boða­vinnu, þarf stundum að gera fleira en gott þykir; taka erfiðar á­kvarðanir og byggja þær á mál­efna­legum sjónar­miðum, lögum flokksins og lands­lögum. Mál er varðar kjör­gengi Guð­mundar Inga er ein­mitt af þeim toga,“ segir hann og bætir við að mikil­vægt sé að flokks­menn standi með á­kvörðunum þess fólks sem flokkurinn velur til erfiðra starfa og að því sé treyst að þau vinni af heilindum.

Þá sé það undir Al­þingi komið að breyta lögum um kjör­gengi, sé vilji fyrir því að hafa þau öðru vísi. Flokknum beri hins vegar að fylgja gildandi lögum.

„Ég dáist að bar­áttu Guð­mundar Inga, meðal annars í fanga­málum og er þakk­látur honum fyrir yfir­veguð við­brögð. Ég vona sannar­lega að hann starfi vel með okkur á­fram og fái í fyllingu tímans tæki­færi til að bjóða sig fram,“ segir Logi að lokum.