Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók í gær­kvöldið þrjá karl­menn í kjöl­far hús­leitar í iðnaðar­hús­næði í Árbæ. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni.

Í hús­leitinni var lagt hald á tals­vert magn af munum, sem grunur leikur á að séu þýfi. Á vett­vangi fundust enn­fremur ætluð fíkni­efni, sem voru sömu­leiðis tekin í vörslu lög­reglu. Fram kemur í til­kynningunni að ekki sé hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu um málið.

Þá segir enn­fremur að karl­maður um þrí­tugt hafi um helgina verið úr­skurðaður í fjögurra vikna sí­brota­gæslu. Maðurinn hefur í­trekað komið við sögu lög­reglu undan­farnar vikur, aðal­lega fyrir þjófnaðar­brot.