Lög­regl­a í Belg­í­u lagð­i hald á 17 tonn af kók­a­ín­i og 1,2 millj­ón­ir evra í reið­u­fé í um­fangs­mikl­um að­gerð­um gegn vím­u­efn­a­smygl­ur­um víðs veg­ar um land­ið og tóku meir­a en 1500 lög­regl­u­menn þátt í þeim. Alls voru 48 hand­tekn­ir og er um stærst­u lög­regl­u­að­gerð í sögu lands­ins að ræða.

Auk þess lagð­i lög­regl­a einn­ig hald á dem­ant­a, skart­grip­i, lúx­us­bíl­a, lög­regl­u­bún­ing­a og fjöld­a vopn­a. Einn­ig réðst lög­regl­a í Holl­and­i til að­gerð­a og voru 30 yf­ir­heyrð­ir í gær en dag­inn áður höfð­u 43 ver­ið hand­tekn­ir þar og hald lagt á mik­ið magn vím­u­efn­a, auk 28 skot­vopn­a.

Á blað­a­mann­a­fund­i belg­ísk­a rík­is­sak­sókn­ar­ans í gær kom fram að glæp­a­menn­irn­ir smygl­uð­u kók­a­ín­in­u gegn­um höfn­in­a í Antwerp og að rann­sókn máls­ins hefð­i stað­ið í tvö ár. Henn­i væri enn ó­lok­ið og bú­ast mætt­i við fleir­i hand­tök­um.