Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­ræktun í húsi í Reykja­vík í gær og lagði hald á mikið magn af fíkni­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Vm var að ræða um þrettán hundruð kanna­bis­plöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við hús­leit var einnig lagt hald á nokkuð af vökva, sem grunur leikur á að sé landi.

Karl­maður á þrí­tugs­aldri var hand­tekinn á vett­vangi og færður á lög­reglu­stöð til yfir­heyrslu. Ekki er hægt að veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.