Innlent

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að slökkva endanlega í stórbruna sem kom upp að Hvaleyrarbraut 39 í gær.

Eldurinn kom upp í gær og var húsið alelda á skömmum tíma. Efri hæð hússins var rifin í nótt. Fréttablaðið/Eyþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er enn að störfum við Hvaleyrarbraut 39 við að ná niðurlögum elds sem kom upp í gærkvöldi. Búið er að slökkva eldinn að mestu, þó enn logi í glæðum, þá helst til í kjallara hússins.

Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða stórt og mikið hús og unnið sé að því að hindra aðgang súrefnis að glæðunum. „Það eru enn glæður og rýkur úr þessu en við höldum áfram. Við gefumst ekkert upp og þetta hefst að lokum,“ segir Eyþór.

Eyþór segir húsið að mestu leyti ónýtt en ómögulegt er að segja á þessari stundu hve mikið tjónið er í raun. Lögreglan í Hafnarfirði hefur lokað svæði í kringum húsið og vinnur að því að halda óviðkomandi aðilum frá vettvangi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing