Loft­varna­flautur ómuðu þegar öku­menn fengu skila­boð um hættu­lega loft­á­rás í sænska héraðinu Blekinge í gær. Engin hætta átti sér þó stað heldur var um mis­tök að ræða. Sam­göngu­yfir­völd í Sví­þjóð hafa málið til rann­sóknar hjá sér. Sænska ríkis­sjón­varpið greinir frá þessu.

Öku­mönnunum sem fengu skila­boðin um hættu­legu loft­á­rásina var skiljan­lega brugðið. Hvorki sænski herinn, né um­ferðar­rit­stjórn sænska út­varpsins vissu af skila­boðunum en svo virðist vera að skila­boðin hafi borist frá sænsku sam­göngu­stofunni.

„Við vitum ekki hvers vegna við­vörunin fór út, en við erum byrjuð að rann­saka þetta núna,“ segir upp­lýsinga­full­trúi sænsku sam­göngu­stofunnar, Katarina Wolf­fram, í sam­tali við SVT.

Hún segir málið vera al­var­legt og að þetta séu mis­tök sem megi ekki gerast aftur og segir ekki úti­lokað að utan­að­komandi aðili ráðist á Sví­þjóð.

Svíar eru í dag í miðju um­sóknar­ferli að NATO, ríkið vonast til þess að fá inn­göngu í banda­lagið á­samt Finnum en ríkin tvö eru ná­grannar Rúss­lands og sækja því Svíar og Finnar í skjól til NATO.