Finnur Ri­cart Andra­son, lofts­lags­full­trúi Ungra um­hverfis­sinna, sendi Frétta­blaðinu yfir­lýsingu vegna leka á skýrslu Milli­ríkja­nefndar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál (IPCC). Drögum að sjö­ttu skýrslu IPCC var lekið til fjöl­miðla í gær en skýrslan málar upp dökka mynd af yfir­vofandi hörmungum lofts­lags­breytinga.

Finnur segir drögin sýna að vendi­punktar og ó­aftur­kræfar breytingar séu nær okkur í tíma en fyrri spár segja til um og tekur fram að hlýnun upp á hvern tíunda úr gráðu til við­bótar skipti máli.

„Slíkar upp­lýsingar ættu að fá stjórn­völd til að stökkva úr sumar­fríi og ráðast í hertari að­gerðir strax á morgun,“ skrifar Finnur.

Skýrslan er væntan­leg í febrúar 2022 en fimm aðrar sam­bæri­legar skýrslur hafa verið gefnar út af Milli­ríkja­nefndinni frá árinu 1990. Skýrslurnar eru skrifaðar af stórum hópi vísinda­manna í sjálf­boða­vinnu og hafa fært sí­fellt ó­yggjandi sannanir fyrir því að lofts­lags­breytingar séu til­komnar af manna­völdum og á­hrifum þeirra á líf­ríki jarðar.

Yfir­lýsingu Finns má lesa í heild sinni hér að neðan:

Í drögunum kemur fram að vendi­punktar og ó­aftur­kræfar breytingar eru nær okkur í tíma en fyrri spár segja til um og að hlýnun upp á hvern tíunda úr gráðu til við­bótar skipti máli. Slíkar upp­lýsingar ættu að fá stjórn­völd til að stökkva úr sumar­fríi og ráðast í hertari að­gerðir strax á morgun. Endur­teknar stað­reyndir úr fyrri skýrslum sýna að þrátt fyrir í­trekaðar við­varanir vísinda­fólks um af­leiðingar ham­fara­hlýnunar og á­köll um hertar að­gerðir, virðast stjórn­völd ekki til­búin að grípa til við­eig­andi að­gerða. Tíma­setning leka skýrslu­draganna er já­kvæð, þar sem nú koma fram upp­lýsingar sem hefðu annars ekki birst fyrr en í febrúar á næsta ári. En birting draganna ætti því að blása ráða­fólki vind í brjóst fyrir um­hverfis­ráð­stefnur Sþ. sem haldnar verða á þessu ári, t.a.m. Lofts­lags­ráð­stefnuna COP26, sem mun fara fram í Glas­gow í nóvember.

Þó að skýrslu­drögin séu vissu­lega á­kveðin hrak­fara­spá um á­hrif ham­fara­hlýnunar á heiminn á komandi árum, ættum við að nýta þær upp­lýsingar sem þar birtast til að horfast í augu við stöðuna eins og hún er og finna von í því að við höfum tæki­færi til að gera miklu betur, og leggja þannig okkar af mörkum sem þjóð til að koma í veg fyrir verstu af­leiðingar þeirrar til­vistar­legu hættu sem stafar af lofts­lags­breytingum.

Augu komandi kyn­slóða hvíla á stjórn­völdum Ís­lands, sem og annarra ríkja heimsins, en skýrslu­drögin undir­strika að þær að­gerðir sem er gripið til, eða öllu heldur ekki gripið til núna, munu hafa úr­slita­á­hrif á það hvort mann­kyn muni þrífast, eða hrein­lega lifa af, eftir því sem líður á 21stu öldina.