Innlent

#Ekkimitt­­svif­ryk: Vætusamt vor bjargi miklu fyrir meirihlutann

Slæm loftgæði í höfuðborginni hafa hrundið af stað samfélagsmiðlaherferð undir myllumerkinu #ekkimittsvifryk, þar sem fólk er hvatt til að nota aðra samgöngumáta en bílinn. Að sama skapi er þess krafist að borgaryfirvöld sæti ábyrgð og grípi í taumana.

Fólk notar myllumerkið #ekkimittsvifryk til að hvetja fólk til að nýta aðra samgöngumáta en einkabílinn Fréttablaðið/Anton Brink

Herferð hefur verið hrundið af stað undir myllumerkinu #ekkimittsvifryk, þar sem fólk er hvatt til þess að nota aðra samgöngumáta en einkabílinn. Tilefnið er slæm loftgæði í höfuðborginni undanfarna daga og hefur heilbrigðiseftirlitið þurft að senda frá sér viðvaranir vegna þess. 

Loftgæði í dag hafa batnað vegna úrkomu og eftir að vindátt breyttist úr norðaustanátt í austanátt en að sögn veðurfræðings er búist við að loftgæði haldist góð næstu daga. Þessu fagna Twitter-liðar mjög, þó þeir krefjist áfram að borgaryfirvöld sæti ábyrgð og grípi í taumana.

Björn Teitsson, hjá Samtökum um bíllausum lífsstíl segir yfirvöld bregðast hlutverki sínu sínu að hvetja fólk til að nota aðra samgöngumáta.

 „Þetta ástand er fyrst og fremst absúrd. Að við séum raunverulega komin á þann stað að fólki sé ráðlagt að vera inni við þegar við fáum loksins að sjá sólarljós. Síðustu dagar hafa verið gullfallegir, logn og blíða, og þá ætti fólk að fá að njóta lífsins úti við. En vegna einkabílaumferðar, þar sem ökumenn ferðast í 95% tilfella einir síns liðs í hverjum bíl, eru loftgæðin svo slæm að við eigum að vera inni,“ var haft eftir Birni í síðustu viku.

Loftgæði góð í dag

Loftgæði mælast talsvert betri í dag, en síðustu daga, eins og má sjá á myndunum hér að neðan. 

Svifryk mælist undir mörkum í dag. Aðeins mælast rúmlega 2 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg núna um rétt fyrir klukkan 12 á hádegi og 3 míkrógrömm á rúmmetra við Eiríksgötu, þar sem mælingar fara fram reglulega. 

Síðastliðna daga hafa loftgæði ítrekað mælst yfir 100 mkrógrömmum á rúmmetra, sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Í kjölfarið gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út viðvörun vegna slæmra loftgæða þann 8. mars og beinti þeim tilmælum beint til ökumanna að takmarka notkun bíla þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Að sama skapi var þeim sem viðkvæmir eru í  öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. 

Á höfuðborgarsvæðinu má búast við úrkomu og einhverjum vindi næstu daga. Samkvæmt Veðurstofunni á ekki að lægja þar til í næstu viku. Hvassast verður á Kjalarnesi í dag, en búist er við hægari vindi á morgun. Hiti verður 4 til 8 stig. 

Þess ber að geta að sólarhringsheilsuverndunarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru mörkin 75 míkrógrömm á rúmmetra. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á Íslandi á vef Umhverfisstofnunar og á höfuðborgarsvæðinu á vef Reykjavíkurborgar.

Loftgæði við Hringbraut og Grensásveg rétt fyrir klukkan tólf á hádegi, í dag.
Loftgæði í Laugardal og við Eiríksgötu rétt fyrir klukkan tólf á hádegi, í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Svif­ryksstyrkur enn mjög hár

Umhverfismál

Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni

Umhverfismál

Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum

Auglýsing

Nýjast

Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi

Konur og karlar jafn útsett fyrir streitu

Hugvekja Hildar: Streita er kamelljón

Var í afneitun þangað til það var of seint

Íslendingar í áfallastreitu eftir hrun

May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi

Auglýsing