Vísinda­menn hafa komist að því að loft­steina­brot sem fundust í Sahara eyði­mörkinni í Alsír á síðasta ári séu 4,56 milljarða ára gömul sem gerir þau eldri en sjálf jörðin sem er um það bil 4,54 milljarða ára.

Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar í vísindatímaritinu PNAS í mánuðinum.

Lof­steinninn, sem er kallaður Erg Chech 002 eftir svæðinu þar sem hann upp­götvaðist, kemur frá svo­kallaðri frum­plánetu frá ár­dögum sól­kerfisins þegar pláneturnar voru að mótast. Frum­plánetan þaðan sem hann átti upp­runa sinn sundraðist annað hvort í á­rekstri við aðra berg­hnetti eða sam­einaðist þeim og varð hluti af byggingar­efni annarrar plánetu.

Lof­steina­brotin eru sam­sett úr berg­tegundinni andesít, eld­fjalla­grjóti sem kemur gjarnan upp sem hraun og gjóska í eld­gosum, en slíkt grjót kom meðal annars upp í gosinu í Eyja­fjalla­jökli árið 2010.

Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari, telur að um merkilegan fund sé að ræða.
Fréttablaðið/Stefán

Frum­stæðasta brot af berg­hnetti sem fundist hefur

„Þetta brot er þá elsta þekkta brotið af eld­fjalla­skorpu eða hrauni sem til­heyrði hnetti sem er ekki lengur til. Við vitum að sól­kerfið okkar var fullt af slíkum hnöttum í ár­daga sem síðan skullu á plánetunum og tunglum og mynduðu gíga þar,“ segir Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari.

Sæ­var Helgi segir það merki­legasta við lof­steina­brotið vera að það er „frum­stæðasta brotið af berg­hnetti sem fundist hefur hingað til og lík­legast frá þeim tíma þegar pláneturnar voru að mótast.“

Loft­steina­brotin upp­götvuðust í maí 2020 í Erg Chech sand­hafinu í Suður-Alsír. Brotunum er lýst sem gróf­mynstruðum með gul­brúnni og drapp­lit­aðri á­ferð með grænum, gul­grænum og gul­brúnum kristölum á víð og dreif.