Joe Biden, for­seti Banda­ríkjanna hefur lofað yfir­völdum í Taí­van að Banda­ríkin muni verja Taí­van ef Kín­verjar á­kveða að ráðast inn í ey­ríkið. Yfir­lýsingin hefur verið harð­lega gagn­rýnd af yfir­völdum í Kína.

Biden var spurður í við­tali hjá 60 Minu­tes hvort „banda­rískar her­sveitir og banda­rískir karlar og konur myndu verja Taí­van ef kín­verjar réðust inn í ríkið.“ Því svaraði Biden játandi, en em­bættis­menn vestan­hafs telja líkurnar á inn­rás fara vaxandi með tímanum.

Utan­ríkis­ráð­herra Taí­van þakkaði Biden fyrir stað­festa lof­orð Banda­ríkjanna um öryggi Taí­vans.

Eftir að sjón­varps­við­talið birtist greindi Hvíta húsið frá því að utan­ríkis­stefna Banda­ríkjanna hefði ekki breyst og að sú stefna sé að deilan á milli Taí­van og Kína eigi að vera leyst á frið­sam­legan hátt. Í til­kynningu frá Hvíta húsinu sagði ekkert um hvort banda­rískar her­sveitir myndu verja Taí­van ef til inn­rásar kæmi.

Lög í Banda­ríkjunum segja að Banda­ríkin verði að sjá til þess að Taí­vanir geti sjálfir varið ríkið sitt en ekkert segir um að banda­rískar her­sveitir verði sendar þangað til að verja ríkið. Banda­ríkin og Taí­van eiga ekki í form­legu ríkja­sam­bandi en halda þó uppi stjórn­mála­legum tengslum.

Taí­van er tæp­lega tvö hundruð kíló­metra frá ströndum megin­lands Kína og opin­ber stefna yfir­valda í Kína er sú að Taí­van skuli lúta stjórn Kín­verja fyrir árið 2049, frið­sam­lega eða með afli. Taí­van er hernaðar­lega mikil­vægt fyrir Kína, þrátt fyrir þær yfir­lýsingar yfir­valda að sam­eining Kína og Taí­van sé einungis frið­sam­leg.

Mikil spenna hefur verið á milli ríkjanna tveggja síðan Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, heim­sótti Taí­van í ágúst. Síðan þá hefur kín­verski herinn haldið hernaðar­æfingar við strendur Taí­van, á­samt því að varpa skot­flaugum í kringum eyjuna.