Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur ekki farið leynt með gagn­rýni sína gegn sam­fé­lags­miðlum en fjöl­miðla­full­trúi Hvíta hússins greindi frá því í gær­kvöldi að Trump kæmi til með að gefa út for­seta­til­skipun gegn sam­fé­lags­miðla­fyrir­tækjum síðar í dag.

Að því er kemur fram í frétt CNN um málið gaf fjöl­miðla­full­trúinn engar upp­lýsingar um hvað fælist í til­skipuninni en Trump hefur hótað því að setja strangar reglur eða jafn­vel loka sam­fé­lags­miðlum eftir að Twitter merkti færslu frá honum með fyrir­vara að um ó­sannindi væri að ræða.

Trump sakaði Twitter í kjöl­farið um rit­skoðun en ekki liggur fyrir ná­kvæm­lega hvaða valdi Trump getur beitt til að hafa á­hrif á sam­fé­lags­miðla. Að mati sér­fræðinga er það tak­markað hvernig for­setinn getur beitt sér í þeim málum.

Saka Twitter um að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar

Í færslu á Twitter hélt Trump því þó fram að von væri á „stórum að­gerðum.“ Fjöl­margir stuðnings­menn Trump hafa tekið undir með for­setanum og sakað Twitter og fleiri sam­fé­lags­miðla um að reyna að hafa á­hrif á for­seta­kosningarnar þar í landi.

Frá því að Trump tók við embætti forseta hefur hann verið mjög virkur á samfélagsmiðlum, þar helst Twitter, en samfélagsmiðlarnir hafa hingað til ekki viljað beita sér gegn forsetanum eða þeim staðhæfingum sem hann hefur lagt fram.

Færslur hans hafa oft verið mjög umdeildar og jafnvel komið nánum samstarfsmönnum hans á óvart. Þrátt fyrir það er ekki talið að Trump muni láta af uppteknum hætti.