Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands lofaði því í dag að haldin yrði önnur þjóðar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skot­lands frá Bret­landi eftir að hún lýsti yfir sigri fyrir Skoska þjóðar­flokkinn (SNP) í þing­kosningunum sem fóru fram í gær. Frétta­stofa Reu­ters greinir frá.

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, hefur áður sagt að hann muni ekki gefa leyfi fyrir nýrri þjóðar­at­kvæða­greiðslu en Stur­geon segir að það myndi vera frá­leitt fyrir stjórn­mála­menn í London að reyna að hindra at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skot­lands.

„Þeir einu sem geta á­kveðið fram­tíð Skot­lands eru skoska þjóðin, og enginn stjórn­mála­maður í West­min­ster getur eða ætti að standa í vegi fyrir því,“ segir Stur­geon í við­tali við BBC.

Fyrstu niður­stöður þing­kosninganna benda til þess að SNP hafi unnið sitt fjórða kjör­tíma­bil en flokkurinn hefur þegar hlotið 63 af þeim 115 þing­sætum sem hafa verið talin hingað til en alls eru 129 sæti í skoska þinginu. Þó er talið ó­lík­legt að SNP muni ná hreinum meiri­hluta sem gæti flækt málin hvað fyrir­hugaða þjóðar­at­kvæða­greiðslu varðar.

For­sætis­ráð­herra ætlar ekki að leyfa þjóðar­at­kvæða­greiðslu

Sam­kvæmt breskum lögum þarf for­sætis­ráð­herra landsins að veita sam­þykki fyrir slíkri at­kvæða­greiðslu en Boris John­son hefur í­trekað sagt að hann muni ekki sam­þykkja nýja at­kvæða­greiðslu eftir að Skotar höfnuðu því að segja skilið við Bret­land með 55 prósenta meiri­hluta árið 2014.

„Ég held að það væri bæði ó­á­byrgt og gá­leysis­legt að halda þjóðar­at­kvæða­greiðslu í nú­verandi á­standi,“ segir John­son í við­tali við Daily Telegraph dag­blaðið.

Hann segir það vera vit­lausa for­gangs­röðun af Skotum að sækjast eftir sjálf­stæði núna í stað þess að ein­blína á bata eftir CO­VID-19 heims­far­aldurinn. Stur­geon hefur þó sagt að hún muni ekki halda þjóðar­at­kvæða­greiðslu fyrr en CO­VID far­aldrinum er lokið.

Allt stefnir í harð­vítugar deilur á milli skosku heima­stjórnarinnar í Edin­borg og ríkis­stjórn Boris John­son í London sem gæti leitt til þess að skotar segi skilið við 314 ára banda­lag sitt við Eng­land og Wa­les.

„Ef að Boris John­son, eða hver sá sem verður for­sætis­ráð­herra, ber ein­hverja virðingu fyrir skosku lýð­ræði, þá mun hann hann koma saman með skosku heima­stjórninni eins og árið 2014 og gefa sam­þykki fyrir þjóðar­at­kvæða­greiðslu,“ segir Nicola Stur­geon.