Theresa May, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, lofar að leggja fram drög að því hve­nær verði kosið um leið­toga­stöðuna innan Í­halds­flokksins eftir að breska þingið kýs að nýju um Brexit í júní en þetta kemur fram á vef BBC.

Sam­kvæmt heimildum breska ríkis­út­varpsins ætlar May að segja af sér nái hún ekki nýjum samning í gegnum breska þingið að þessu sinni en samningi frá ríkis­stjórn May um Brexit hefur nú þegar verið hafnað þrisvar sinnum af breska þinginu.

Þannig til­kynnti Boris John­son, einn af helstu tals­mönnum Brexit innan flokksins og fyrr­verandi utan­ríkis­ráð­herra, að hann hefði mikinn á­huga á því að bjóða sig fram sem leið­toga flokksins.

May vinnur nú að því að afla fylgis við samnings­drögin en ekki hefur komið frma hvað ná­kvæm­lega felst í þeim. Stefnt er að því að Bret­land yfir­gefi Evrópu­sam­bandið þann 31. októ­ber næst­komandi.