Lands­fundi Demó­krata lauk í nótt með á­varpi Joe Biden, for­seta­fram­bjóðanda Demóktata, en lands­fundurinn hefur staðið yfir síðast­liðna fjóra daga og fjöl­margir ræðu­menn tekið til máls. Í á­varpi sínu í gær hét Biden því að sem for­seti myndi hann draga fram það besta sem Banda­ríkin hafa fram að færa

„Nú­verandi for­seti hefur haldið Banda­ríkjunum í myrkrinu of lengi. Of mikil reiði. Of mikill ótti. Of mikill klofningur,“ sagði Biden en hann sagðist ætla að vera for­seti þeirra sem styðja hann ekki jafnt og þeirra sem styðja hann. „Það er kominn tími til að við tökum höndum saman.“

Biden sagði enn fremur að sem forseti kæmi hann til með að bæta efnahagsmál, bregðast við kröfum um kerfislægar breytingar og bregðast hratt og vel við kórónaveirufaraldrinum. „Sem forseti þá lofa ég ykkur þessu; Ég mun vernda Bandaríkin. Ég mun verja okkur fyrir hverri árás, hvort sem við sjáum hana eða ekki. Alltaf, án undantekninga, í hvert einasta skipti.“

Viðburðarrík vika

Biden tók form­lega við til­nefningu Demó­krata á þriðju­daginn á meðan Kamala Har­ris tók við til­nefningu flokksins til vara­for­seta á mið­viku­daginn. Aðrir sem höfðu sóst eftir til­nefningu Demó­krata, til að mynda Berni­e Sanders og Eliza­beth War­ren, lýstu yfir stuðningi við Biden á meðan lands­fundinum stóð.

Síðast­liðna fjóra daga hafa þó nokkrir stjórn­mála­menn, bæði Demó­kratar og Repúblikanar, komið fram á lands­fundinum og í­trekað mikil­vægi komandi kosninga en for­seta­kosningarnar fara fram 3. nóvember næst­komandi. Eins og staðan er í dag er Biden að mælast tölu­vert sterkari í könnunum en enn er þó nægur tími í kosningar.

Gagnrýndi viðbrögð Hvíta hússins

Michelle Obama, fyrrum for­seta­frú, var með lyki­lá­varp á fyrsta deginum en þar í­trekaði hún mikil­vægi sam­stöðu, sem flestir aðrir ræðu­menn tóku undir. „Hve­nær sem við lítum til Hvíta hússins fyrir for­ystu, hug­hreystingu eða vott af stöðug­leika, þá fáum við í staðinn ó­reiðu, sundrun og al­gjöran skort á sam­kennd,“ sagði hún.

Aðrir ræðu­menn á fyrsta deginum voru öldunga­deildar­þing­mennirnir Amy Klobuchar, C­at­herine Cor­tez Masto, Doug Jones og Berni­e Sanders, full­trúa­deildar­þing­mennirnir Jim Clyburn og Gwen Moor­e, og ríkis­stjórarnir Gretchen Whit­mer og Andrew Cu­omo. Tveir Repúblikanar komu einnig fram, fyrr­verandi ríkis­stjóri Ohio, John Ka­sich, og fyrrum ríkis­stjóri New Jer­s­ey, Christine Todd Whit­man.

Bað fólk um að trúa á Joe

Jill Biden var síðan með lyki­lá­varp á öðrum degi fundarins þegar eiginmaður hennar tók við tilnefningunni. „Ég veit að ef við treystum Joe fyrir þessari þjóð, þá mun hann gera fyrir ykkar fjöl­skyldur það sem hann gerði fyrir okkar; færa okkur saman og gera okkur að einni heild,“ sagði hún.

Aðrir ræðu­menn á öðrum degi voru ýmsir þing­menn og ráð­herrar, til að mynda fyrrum dóms­mála­ráð­herra, Sally Ya­tes, leið­togi Demó­krata í öldungar­deildinni, Chuck Schumer, fyrrum utan­ríkis­ráð­herra, John Kerry, og full­trúar­deildar­þing­maðurinn Alexandria O­casio-Cor­tez. Fyrrum Banda­ríkja­for­setarnir Bill Clin­ton og Jimmy Car­ter voru sömu­leiðis með erindi.

Lögðu áherslu á gildi forseta

Á þriðja degi fundarins var Barack Obama, fyrrum Banda­ríkja­for­seti, með lyki­lá­varpið þar sem hann í­trekaði mikil­vægi góðs for­seta „Við ættum að búast við því að óháð hans sjálfs­á­liti, metnaðar­girni eða stjórn­mála­skoðunum, muni for­setinn varð­veita, vernda og verja það frelsi og þær hug­sjónir sem svo margir Banda­ríkja­menn kröfðust og fóru í fangelsi fyrir, börðust fyrir og dóu fyrir,“ sagði hann.

Þá var Hillary Clin­ton, fyrrum utan­ríkis­ráð­herra og for­seta­fram­bjóðandi, með erindi þar sem hún lýsti sinni reynslu af Trump og hvatti fólk til að mæta á kjör­stað. Aðrir ræðu­menn þriðja dagsins voru meðal annars öldunga­deildar­þing­maðurinn Eliza­beth War­ren, og for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, Nan­cy Pelosi.

Trump harðlega gagnrýndur

Helsta þema fundarins var sam­staða en flestir ræðu­menn í­trekuðu mikil­vægi þess að mæta á kjör­stað til þess að tryggja bætta fram­tíð. Þá fékk Donald Trump Banda­ríkja­for­seti veru­lega slæma út­reið á fundinum þar sem við­brögð hans við kóróna­veirufar­aldrinum og kröfum um breytingar frá sam­fé­lags­hreyfingum á borð við Black Lives Matter voru harð­lega gagn­rýnd.

Repúblikanar eyddu miklu púðri í að reyna að skyggja á lands­fundinn en þeir höfðu skipu­lagt aug­lýsinga­her­ferð á vin­sælustu vef­miðlum Banda­ríkjanna sem og á streymis­veirunum YouTu­be og Hulu. Þá höfðu þau skipu­lagt bar­áttu­fundi í mikil­vægum ríkjum á meðan fundinum stóð.

Svarar í sömu mynt

Trump lét einnig í sér heyra á sam­fé­lags­miðlum á borð við Twitter þar sem hann beindi skotum sínum sér­stak­lega að Joe Biden, Barack Obama og Hillary Clin­ton og deildi á­róðurs­mynd­böndum um þau. Þá sagði hann í einni færslu að á 47 ára ferli Biden hafi hann ekki staðið við neitt af því sem hann hafi sagt.

Næst­komandi mánu­dag fer fram lands­fundur Repúblikana þar sem Donald Trump tekur form­lega við til­nefningu Repúblikana til for­seta og Mike Pence tekur við til­nefningu flokksins til vara­for­seta. Fundurinn fer fram í Char­lotte í Norður-Karó­línu en vegna kóróna­veirufar­aldursins verður að­gengi tak­markað og verður streymt frá fundinum á netinu.