Innlent

Lög­regla skoðar hvort stroku­fangi reyni að flýja land

​Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í morgun eftir Sindra Þór Stefánssyni, en hann strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt. Lögregla skoðar, meðal annars, hvort hann reyni að flýja land.

Lögregla skoðar alla möguleika, þar á meðal hvort Sindri reyni að flýja land Lögreglan og Fréttablaðið/Stefán

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í morgun eftir Sindra Þór Stefánssyni. en hann strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt. Lögregla skoðar nú alla möguleika og segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Fréttablaðið í dag, að vel sé fylgst með flugvellinum og brottförum þaðan.

„Við útilokum ekki þann möguleika að hann reyni að komast frá landi. 98 prósent þeirra sem koma og fara gera það með flugi, það er leiðin til og frá landinu. Flugvöllurinn er okkar heimasvæði, en hins vegar er allt landið undir. Þetta er einungis einn möguleiki sem við skoðum,“ segir Gunnar við Fréttablaðið.

Sjá einnig: Lýst eftir strokufanga

Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. „Hann sat fyrst um sinn í einangrun, síðan í lausagæslu og síðustu tíu daga hefur hann verið á Sogni,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að mikið sé lagt í leitina. „Hann er auðvitað málsaðili í máli sem við höfum verið að rannsaka frá því í janúar. Hann segir rannsókn málsins vera á lokastigi, þrátt fyrir að ekki hafi tekist að finna tölvurnar sem stolið var. „Það hefur víða verið leitað að tölvunum, án árangurs. En það er jafnvel stefnt að því að gefa út ákæru í málinu í byrjun næstu viku.“

Í morgun sagði Gunnar að lögregla væri búin að virkja þann mannafla sem er við störf og væri að skoða hvert líklegt væri að Sindri færi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Sindri sé íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 sentímetrar á hæð.  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum  er Sindri ekki talinn hættulegur. 

Sjá einnig: Stroku­fangi ekki talinn hættu­legur

Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá klukkan eitt í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Frestur vegna fundarlauna rennur út í næstu viku

Innlent

Búið að kort­leggja stuldinn úr gagna­verunum

Innlent

Tölvurnar enn ófundnar: Tuttugu verið handteknir

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing