Innlent

Lögregla endurmetur leit að hvítabirni

Leit að hvítabirni á Melrakkasléttu hefur engan árangur borið. Lögregla fundar nú um málið, en tilkynnt var um björnin í gær.

Fjarskyldur frændi ísbjarnarins sem leitað var í gær. Landhelgisgæslan

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í leit að hvítabirni á Melrakkasléttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sneri aftur til baka til Akureyrar klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fer yfir stöðuna nú í morgun.

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að sést hafi til hvítabjarnar á sjöunda tímanum í gærkvöld. Leitað var til Landhelgisgæslunnar sem flaug þyrlu yfir svæðið í leit að birninum. Lögreglumenn voru einnig sendir á svæðið ef á þyrfti að halda.

 Þá var send tilkynning með smáskilaboðum á alla farsíma á svæðinu og fólk beðið að láta vita ef það yrði vart við dýrið. Leit hefur þó ekki borið árangur, en líkt og fyrr segir sneri þyrla Landhelgisgæslunnar aftur til baka til Akureyrar í nótt, þegar ekki hafði sést til dýrsins. Lögregla fer nú yfir stöðu mála og endurmetur hana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Sögðu byssuna til að verjast hvítabjörnum

Innlent

„Við erum alveg óhrædd“ við hvítabjörninn

Innlent

Sást til hvítabjarnar

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing