Innlent

Lögregla endurmetur leit að hvítabirni

Leit að hvítabirni á Melrakkasléttu hefur engan árangur borið. Lögregla fundar nú um málið, en tilkynnt var um björnin í gær.

Fjarskyldur frændi ísbjarnarins sem leitað var í gær. Landhelgisgæslan

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í leit að hvítabirni á Melrakkasléttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sneri aftur til baka til Akureyrar klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fer yfir stöðuna nú í morgun.

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að sést hafi til hvítabjarnar á sjöunda tímanum í gærkvöld. Leitað var til Landhelgisgæslunnar sem flaug þyrlu yfir svæðið í leit að birninum. Lögreglumenn voru einnig sendir á svæðið ef á þyrfti að halda.

 Þá var send tilkynning með smáskilaboðum á alla farsíma á svæðinu og fólk beðið að láta vita ef það yrði vart við dýrið. Leit hefur þó ekki borið árangur, en líkt og fyrr segir sneri þyrla Landhelgisgæslunnar aftur til baka til Akureyrar í nótt, þegar ekki hafði sést til dýrsins. Lögregla fer nú yfir stöðu mála og endurmetur hana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Sögðu byssuna til að verjast hvítabjörnum

Innlent

„Við erum alveg óhrædd“ við hvítabjörninn

Innlent

Sást til hvítabjarnar

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing