Nú fyrir hádegi  fer í Hæstarétti fram munnlegur málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf gegn Stundinni og Reykjavík Media. Fjölmiðlarnir sögðu fréttir sem byggðu á gögnum úr þrotabúi Glitnis, þar á meðal um viðskipti Bjarna Benediktssonar, nú fjármálaráðherra, fyrir hrun.

Glitnir HoldCo fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli ákvæða um bankaleynd. Lögbannið var sett á 13. október 2017, skömmu fyrir Alþingiskosningar.

Lögbannið hefur bæði verið dæmt ólögmætt fyrir héraðsdómi og Landsrétti en í dag fer málið fyrir Hæstarétt. Þar verður tekist á um hvort viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi, og að þeim beri að afhenda gögnin.