Innlent

Lög­banns­málið í Hæsta­rétti í dag

Glitnir HoldCo reynir til þrautar að fá umfjöllun um gögn úr þrotabúi Glitnis dæmd ólögmæt. Stundin og Reykjavík Media hafa haft betur á tveimur dómstigum.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur, á fyrri stigum málsins. Fréttablaðið/Ernir

Nú fyrir hádegi  fer í Hæstarétti fram munnlegur málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf gegn Stundinni og Reykjavík Media. Fjölmiðlarnir sögðu fréttir sem byggðu á gögnum úr þrotabúi Glitnis, þar á meðal um viðskipti Bjarna Benediktssonar, nú fjármálaráðherra, fyrir hrun.

Glitnir HoldCo fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli ákvæða um bankaleynd. Lögbannið var sett á 13. október 2017, skömmu fyrir Alþingiskosningar.

Lögbannið hefur bæði verið dæmt ólögmætt fyrir héraðsdómi og Landsrétti en í dag fer málið fyrir Hæstarétt. Þar verður tekist á um hvort viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi, og að þeim beri að afhenda gögnin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Kjaramál

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Innlent

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Auglýsing

Nýjast

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Ketó-óðir Ís­lendingar sólgnir í sviða­sultu

Auglýsing