Jake Angeli, sem vakti heims­at­hygli fyrir loð­hatt sinn og horn í inn­rásinni inní Banda­ríkja­þing í síðustu viku, borðaði ekkert í nokkra daga í haldi lög­reglunnar. Er það vegna þess að Angeli, borðar einungis líf­rænan mat.

Í frétt ABC um málið kemur fram að Angeli hafi verið leiddur fyrir dómara í gær. Þar hafi verjandi hans krafist þess að Angeli yrði gefið líf­rænn matur í krafti þess að hann þurfi á „seið­karls­fæði“ að halda.

Angeli er yfir­lýstur stuðnings­maður QA­non sam­særis­kenninga­sam­takanna og titlar sjálfan sig sem „seið­karl“ (e. shaman) sam­takanna. Féllst dómarinn á út­skýringar lög­manns Angeli.

„Hann hefur ekki borðað síðan á föstu­dag og hann verður mjög veikur ef hann borðar ekki líf­rænan mat Hann verður bók­staf­lega líkam­lega veikur,“ hefur banda­ríski miðillinn eftir á­hyggju­fullri móður Angeli, Mörthu Chansl­ey.

Angeli gaf sig fram við yfir­völd þar sem hann býr í Phoenix í Arizona á laugar­daginn var. Þá var hann ný­lentur frá Was­hington. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ekki gert neitt rangt.