Lík­legt þykir að upp­á­tæki nokkurra nem­enda í Main­land-mennta­skólanum á Daytona Beach í Banda­ríkjunum muni draga dilk á eftir sér.

Á fimmtu­dag barst skóla­yfir­völdum til­kynning um að búið væri að rita ein­hvers­konar hótun á vegg salernis í skólanum. Starfs­menn skólans, í sam­vinnu við lög­reglu, fóru yfir mynd­efni úr eftir­lits­mynda­vélum og ræddu í kjöl­farið við tvo nem­endur sem sáust fara inn á salernið skömmu áður en skrifin upp­götvuðust. Báðir neituðu sök og mat lög­regla sem svo að engin ógn væri til staðar.

Daginn eftir virðast tveir hópar nem­enda hafa á­kveðið að taka sig saman um að skapa ringul­reið hjá nem­endum og starfs­fólki. Fóru þeir í kaffi­teríu skólans, komu sér í á­kveðnar stellingar áður en stúlka úr hópnum lét starfs­menn vita að nem­endurnir væru með skot­vopn. Þetta skapaði mikinn ótta og áttu nem­endur fótum sínum fjör að launa þegar það spurðist út að skot­á­rás væri yfir­vofandi.

Engin raun­veru­leg hætta var þó á ferðinni og telur lög­regla að nem­endur hafi lagt á ráðin um að skapa ótta hjá sam­nem­endum og starfs­fólki.

Frétta­stofa AP greinir frá því að lög­regla telji sig vita hvaða nem­endur voru að verki og hafa þeir verið yfir­heyrðir. Verða nem­endurnir að líkindum dregnir fyrir dóm, auk þess sem þeir eiga yfir höfði sér brott­vísun úr skólanum.