Kosið er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag en þar fara fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi, sem bæði sækjast eftir fyrsta sæti listans.Haraldur er oddviti kjördæmisins og hefur setið á þingi síðan 2013. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu.

Alls taka níu þátt í prófkjörinu, fjórar konur og fimm karlar.

Haraldur hefur sagt að fái hann ekki fyrsta sætið og að hann muni ekki taka annað sæti á lista flokksins.

Kosið er víða í kjördæminu í dag og eru kjörstaðir lengst opnir til klukkan 19. Fyrstu tölur ættu því að berast um það leyti.

Hægt er að kynna sér kosninguna betur hér.