Grét­ar Þór Ey­þórs­son, próf­ess­or í stjórn­mál­a­fræð­i, seg­ir erf­itt að spá fyr­ir mikl­u út frá fyrst­u töl­um en að Flokk­ur fólks­ins sé aug­ljós­leg­a í sókn.

„Það er svo­lít­ið snemmt til að segj­a nokk­uð mik­ið en það er ljóst að Flokk­ur fólks­ins er að taka meir­a en bú­ist var við og fylg­is­tap Mið­flokks­ins er að stað­fest­ast, ef það er eitt­hvað að mark­a þett­a,“ seg­ir Grét­ar um fyrstu töl­ur kvöldsins.

Hann seg­ir að það sé þó erf­itt að á­ætl­a um kjör­dæm­in út frá fyrst­u töl­um því í Suð­ur- og Norð­vest­ur sé um að ræða mjög víð­feðm kjör­dæm­i.

„Það er ó­líkt pól­it­ískt lands­lag eft­ir svæð­um og fyrst­u töl­ur end­ur­spegl­a kannsk­i mest á­stand­ið næst taln­ing­ar­stað. Með ein­föld­un get­um við sagt að það séu komn­ar töl­ur úr Borg­ar­nes­i og Akra­nes­i og Sel­foss­i,“ seg­ir Grét­ar.

Hann seg­ir að það sé eins í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i. Þar séu mikl­ar sveifl­ur og það sé stund­um gott að bíða til þriðj­u eða fjórð­u taln­a til að meta stöð­un­a.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í mik­ill­i sókn þar og Sós­í­al­ist­a­flokk­ur­inn á erf­ið­ar­a fyr­ir þar. Það leit út fyr­ir að þau mynd­u ná mann­i inn en það virð­ist langt í það. Mið­flokk­ur­inn horf­ir á hrun. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tek­ur for­yst­un­a en þett­a er auð­vit­að svæð­a­skipt. Þess­ar töl­ur eru vænt­an­leg­a frá Akur­eyr­i og Eyj­a­firð­i og það á ekki að breyt­a mikl­u fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn eða Fram­sókn­ar­flokk­inn en Sam­fylk­ing­in gæti lækk­að eitt­hvað en já, Flokk­ur fólks­ins virð­ist alls stað­ar vera í sókn og að vinn­a sig­ur.“

Hér að neð­an má sjá töl­ur úr kjör­dæm­um.