Innlent

Út­litið ekki gott: Að­eins 91 af 280 fæðingum yfir­staðin

Staðan á Landspítalanum er orðin verulega erfið því auk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin eru einhverjar í sumarleyfum og sjálfar óléttar. Þar að auki hafa átján til viðbótar sagt upp. Aðeins er yfirstaðin 91 fæðing af áætlun upp á 270 til 280 fyrir mánuðinn

Tólf ljósmæður á Landspítalanum lögðu skó sína á hillinu síðustu mánaðarmót. „En það hefur verið frekar rólegt í mánuðinum. Það er 91 fæðing yfirstaðin núna af áætlun upp á 270 til 280 fyrir mánuðinn, þannig við erum hlutfallslega búin með mjög lítið. Við eigum von á miklu meiri skelli,“ segir Ingibjörg

Staðan á Landspítalanum er orðin verulega erfið að sögn yfirljósmóður á Landspítalanum því auk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin eru einhverjar í sumarleyfum, einhverjar sjálfar óléttar og svo má alltaf gera ráð fyrir einhverjum veikindum. Þar að auki hafa átján til viðbótar sagt upp af þeim 150 sem þar starfa, í tæplega 100 stöðugildum.

Engin niðurstaða varð af fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins í gær og lítur allt út fyrir að verði af yfirvinnuverkfalli ljósmæðra sem þær boðuðu í byrjun mánaðar

Að sögn Ingibjargar Th. Hreiðarsdóttur yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum hefur aðeins 91 fæðing átt sér stað í mánuðinum, en þau höfðu gert ráð fyrir um 280 fæðingum í mánuðinum og segir hún því að enn sé von á mesta skellinum.

Sjá einnig: Engin lausn í sjónmáli í langri deilu ljósmæðra og ríkisins

Aldrei staðið frammi fyrir neinu álíka á Landspítalanum

Ingibjörg segir að þau hafi aldrei staðið frammi fyrir neinu álíka á Landspítalanum og þau séu nú að reyna að átta sig á leikreglunum í kringum yfirvinnubannið.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við stöndum frammi fyrir nákvæmlega þessu hérna á Landspítalanum. Það verður farið eftir undanþágulistum sem eru gerðir á hverju ári fyrir hverja einingu. Sem þýðir að grunnmönnun er samkvæmt framlagðri vinnuskýrslu. Það er farið eftir því og gerð undanþága á vinnu út frá þessum listum sem búið er að gefa út. Það er þá reynt að manna eftir því og það fer þá fyrir svokallaða samstarfsnefnd ef við þurfum að bregðast við því á einhvern hátt. Þannig ef það vantar inn og við getum kallað inn til vinnu eftir undanþágulistum þá er aðili sem er tilskipaður frá ríkinu Landspítalanum og félagi ljósmæðra sem fara yfir þörfina og hvernig eigi að manna hana,“ útskýrir Ingibjörg. 

Sjá einnig: Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Aðeins 91 fæðing yfirstaðin af áætlun upp á 280

„Næsta helgi er fyrsta verkefnið sem blasir við okkur í dag. Við höfum verið að vinna eftir aðgerðaáætluninni sem lögð var fram í byrjun mánaðarins og höfum verið að tikka í öll boxin þar og nota öll úrræðin þar. En það hefur verið frekar rólegt í mánuðinum. Það er 91 fæðing yfirstaðin núna af áætlun upp á 270 til 280 fyrir mánuðinn, þannig við erum hlutfallslega búin með mjög lítið. Við eigum von á miklu meiri skelli,“ segir Ingibjörg

Hún segir að þau hafi verið að manna vaktir hingað til með því að færa fólk til en það séu það fáir í vinnu að þau sjái fram á að nýta sér heimildir 17. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Greinin sem Ingibjörg vísar til segir að starfsmanni sé skylt að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega en þó er engum skylt að vinna meiri yfirvinnu í hverri viku en sem nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma. Ef vikulegur vinnutími er 40 klukkustundir er þá um að ræða 8 klukkustundir eða einn vinnudag.

„Við erum að sinna neyð eins og staðan er núna og útlitið er ekki gott. Við reynum að taka eitt skref í einu og horfa fram á veginn og átta okkur á því hvað þetta þýðir. Við vorum einhvern veginn allar að vonast til þess að þetta myndi ekki gerast, en því miður þá hefur það ekki gerst. Við þurfum að fara að hugsa alla hluti upp á nýtt núna og ætlum að hitta allar ljósmæður á eftir og fara yfir stöðuna. Það kemur vonandi eitthvað út úr því,“ segir Ingibjörg að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Engin lausn í sjónmáli í langri deilu ljósmæðra og ríkisins

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi

Auglýsing