Ljósastaurar í miðbæ Reykjavíkur, Vesturbænum og á Seltjarnarnesi eru rafmagnslausir. Verið er að vinna í viðgerð.
Rún Ingvarsdóttir, samskiptastjóri Veitna, segir bilun í sendi hafi komið upp og það hafi haft áhrif á ljósastaura í Vesturbænum og hluta Seltjarnarness. „Það er verið að kveikja á þeim og vonandi verður það komið í lag innan stundar.“
Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Fréttablaðsins tók við tjörnina í miðbænum en á þeim má sjá myrkrið sem fylgir rafmagnsleysinu.

Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið/Valli