Grunn lægð er nú á leið austur yfir landið en henni fylgja úr­komu­skil með rigningu. Eftir að skilin eru farin yfir landið síð­degis styttir upp og léttir sunnan­til en skúra­veður helst fyrir norðan.

Í kvöld kólnar svo og skúrir fyrir norðan verða að éljum en á morgun dregur úr úr­komu og er út­lit fyrir að það verði nokkuð bjart á öllu landinu en svalt í flestum lands­hlutum. Þetta er mat veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands.

12 stig, andvari og sól

Ef spá­kort Veður­stofunnar er skoðað sést þó að lang­hlýjast verður á höfuð­borgar­svæðinu og í Borgar­firði á morgun. Sam­kvæmt því á að verða heið­skírt á þessu svæði í kvöld og haldast þannig langt fram eftir há­degi á morgun. Þá er gert ráð fyrir glampandi sól og 10 til 12 stiga hita.

Lítill vindur verður á höfuð­borgar­svæðinu fram eftir degi á morgun en öllu hvassara í Borgar­firðinum.

Spákort Veðurstofunnar klukkan 14 á morgun. Þá er spáð 12 stiga hita í höfuðborginni, andvara og glampandi sól.
Skjáskot/Veðurstofa Íslands