Lands­sam­band ís­lenzkra verzlunar­manna (LÍV) hefur í sam­ráði við þau aðildar­fé­lög sem sam­bandið hefur samnings­um­boð fyrir, tekið á­kvörðun um að vísa kjara­deilu sinni við Sam­tök at­vinnu­lífsins (SA) til ríkis­sátta­semjara. 

Við­ræður hafa staðið yfir frá því fyrir ára­mót. Þær hafa ekki skilað niður­stöðu hingað til og telur sam­bandið rétt að óska eftir að­komu ríkis­sátta­semjara. 

Við­ræður SA við önnur verka­lýðs­fé­lög, ýmist innan Starfs­greina­sam­bandsins (SGS) eða á milli Eflingar, VR, VLFA og VLFG, hafa staðið yfir frá því undir lok síðasta árs. Fé­lögin fjögur slitu við­ræðum í gær og hafa lagst í undir­búning um at­kvæða­greiðslu um boðun verk­falla.