Innlent

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

​Lands­sam­band ís­lenzkra verzlunar­manna (LÍV) hefur í sam­ráði við þau aðildar­fé­lög sem sam­bandið hefur samnings­um­boð fyrir, tekið á­kvörðun um að vísa kjara­deilu sinni við Sam­tök at­vinnu­lífsins (SA) til ríkis­sátta­semjara.

Viðræður LÍV við SA hafa ekki borið árangur hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Lands­sam­band ís­lenzkra verzlunar­manna (LÍV) hefur í sam­ráði við þau aðildar­fé­lög sem sam­bandið hefur samnings­um­boð fyrir, tekið á­kvörðun um að vísa kjara­deilu sinni við Sam­tök at­vinnu­lífsins (SA) til ríkis­sátta­semjara. 

Við­ræður hafa staðið yfir frá því fyrir ára­mót. Þær hafa ekki skilað niður­stöðu hingað til og telur sam­bandið rétt að óska eftir að­komu ríkis­sátta­semjara. 

Við­ræður SA við önnur verka­lýðs­fé­lög, ýmist innan Starfs­greina­sam­bandsins (SGS) eða á milli Eflingar, VR, VLFA og VLFG, hafa staðið yfir frá því undir lok síðasta árs. Fé­lögin fjögur slitu við­ræðum í gær og hafa lagst í undir­búning um at­kvæða­greiðslu um boðun verk­falla.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Innlent

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Innlent

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Gul viðvörun norðvestantil í dag

Brexit gæti tafist um allt að tvö ár

Auglýsing