Erlent

Litli strákurinn enn fastur í bor­holunni

Enn hefur ekki tekist að komast að hinum tveggja ára Julen Roselló, sem féll ofan í 107 metra borholu fyrir fimm dögum, eða síðastliðinn sunnudag. Ekki er vitað hvort drengurinn sé lífs eða liðinn.

Holan er 107 metra djúp og um 25 sentímetra breið.

Björgunar­fólki hefur enn ekki tekist að komast að hinum tveggja ára Julen Roselló, sem féll ofan í bor­holu í suður­hluta Spánar síðast­liðinn sunnu­dag. 

Allra leiða er leitað til þess að komast að drengnum en bor­holan er 107 metra djúp og of þröng til þess að koma full­orðnum ein­stak­ling þangað niður. Þá hefur jarð­vegur riðlast til svo ekki hefur tekist að koma mynda­vélum alla leið niður, en erfið­lega hefur gengið að færa jarð­veginn sökum hættu á að hann hrynji. 

Íbúar í Totalán hafa undanfarna daga komið saman til þess að sýna fjölskyldunni stuðning. „Við sendum ykkur allan okkar styrk," er á meðal slagorða á skiltum þeir íbúarnir hafa útbúið. Fréttablaðið/EPA

Fjöldi sér­fræðinga leggur björgunar­fólki lið. Þeirra á meðal er hópur Svía og Austur­ríkis­manna sem tók þátt í að bjarga 33 sí­leskum námu­verka­mönnum þegar námujarð­göng hrundu þar í landi árið 2010. Verka­mennirnir sátu þá fastir í 69 daga. Hins vegar er óttast að tíminn sé nú á þrotum og er allt kapp lagt á að komast að drengnum eins hratt og örugg­lega og auðið er. 

Mikill viðbúnaður er á svæðinu. Fréttablaðið/EPA

Julen féll ofan í holuna þegar hann var að leik í To­ta­lan, sem er skammt frá Malaga á Spáni, fyrir fimm dögum síðan. 

„Sonur minn er þarna niðri – ekki láta neinn efast um annað. Ég vildi óska þess að svo væri ekki, en ég heyrði í honum. Ég vildi óska þetta hefði verið ég sem féll þarna niður, svo Julen gæti verið hér hjá móður sinni,” sagði faðir Julens, José Roselló, í sam­tali við spænska fjöl­miðla í gær.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Írland

Írar á­hyggju­fullir: Brexit án samnings yrði „brjál­æði“

Erlent

„Ekki mitt val að verða for­­síðu­­stúlka fyrir Íslamska ríkið“

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing