Litlar líkur eru á því að bólu­setningar­rann­sókn Pfizer verði fram­kvæmd hér á landi. Þetta segir Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það eru hverfandi líkur,“ sagði Kári þegar Fréttablaðið spurði um hvort rannsóknin yrði framkvæmd hérlendis.

Kári, Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir og Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítalans, funduðu með vísinda­mönnum Banda­ríska lyfjarisans Pfizer klukkan 16.

Há­vær orð­rómur hefur verið á flugi um að Pfizer ætli að fram­kvæma rann­sóknar­verk­efni á Ís­landi og bólu­setja alla þjóðina. Kári og Þór­ólfur hafa báðir verið að ræða við for­svars­menn Pfizer og leit út á tíma­bili eins og rann­sóknin yrði fram­kvæmd.

Til­rauna­verk­efni Pfizer snýr að því að bólu­setja heila þjóð og rann­saka á­hrif bólu­efnisins. Eftir fundinn í dag virðast vera litlar líkur á því að rannsóknin muni fara fram.