Verkið Litla Hafpulsan, eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur, er mjög laskað. Allt bendir til þess að skemmdir hafi verið unnar á verkinu, sem flotið hefur um Tjörnina síðan í haust. Pulsan vakti mikla athygli þegar hún birtist skyndilega á Tjörninni en hún var framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar. 

Steinunn greinir sjálf frá skemmdunum á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir pylsuna hafa verið aflimaða.

„Litla hafpulsan hefur verið aflimuð!!!!“ Ritaði Steinunn og birti mynd af laskaðri pulsunni.

María Rut Kristinsdóttir vakti athygli á málinu á Twitter, en fjöldi hefur sýnt pulsunni athygli. Enn er óvíst hver var að verki, en pulsan flýtur nú án nokkurrar reisnar um Tjörnina.