Innlent

Litla hafpulsan aflimuð

Litla hafpulsan virðist hafa orðið fyrir hnjaski og allt bendir til þess að óprúttnir aðilar hafi unnið skemmdir á verkinu.

Ekki er mikil reisn sem fylgir pulsunni lengur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Verkið Litla Hafpulsan, eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur, er mjög laskað. Allt bendir til þess að skemmdir hafi verið unnar á verkinu, sem flotið hefur um Tjörnina síðan í haust. Pulsan vakti mikla athygli þegar hún birtist skyndilega á Tjörninni en hún var framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar. 

Steinunn greinir sjálf frá skemmdunum á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir pylsuna hafa verið aflimaða.

„Litla hafpulsan hefur verið aflimuð!!!!“ Ritaði Steinunn og birti mynd af laskaðri pulsunni.

María Rut Kristinsdóttir vakti athygli á málinu á Twitter, en fjöldi hefur sýnt pulsunni athygli. Enn er óvíst hver var að verki, en pulsan flýtur nú án nokkurrar reisnar um Tjörnina. 

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Innlent

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Innlent

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vill fresta afgreiðslu sam­göngu­á­ætlunar fram yfir jól

Mótmælin stórslys fyrir verslun og efnahag

Öryggi ekki tryggt á yfirfullum bráðadeildum

Auglýsing